Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen hefur gefið það út í samtali við breska fjölmiðla að hann vilji losna frá spænska félaginu, því hann fái allt of lítið að spila. Gravesen hefur því verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni, ekki síst sitt gamla félag Everton, sem virðist hafa saknað hans mikið síðan hann flutti í sólina á Spáni.
"Allir knattspyrnumenn vilja spila og ég er engin undantekning á því," sagði Gravesen. "Félagaskiptaglugginn er enn opinn og því er enn von fyrir mig. Ég get ekki haldið áfram svona, það er ljóst."