Sport

Kobe og Shaq mætast á ný

Kobe gegn Shaq - Annar hluti. í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt
Kobe gegn Shaq - Annar hluti. í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt NordicPhotos/GettyImages

Það verður enginn smá leikur á dagskrá á NBA TV í beinni útsendingu í nótt, en þar mætast LA Lakers og Miami Heat í síðari leik sínum á tímabilinu eftir að Miami vann uppgjör liðanna á jóladag. Þó mikið hafi verið gert úr einvígi hinna fornu fjenda og fyrrum félaga, Kobe Bryant og Shaquille O´Neal, er ekki víst að mesta andúðin í kvöld verði þeirra á milli. Leikurinn hefst klukkan 03:30 í nótt.

Þegar liðin mættust í Florida um jólin, voru það nefnilega Gary Payton hjá Miami og Lamar Odom hjá Lakers sem skiptust á vel völdum orðum og litlu munaði að þeir lentu í handalögmálum. "Þessi ungi maður verður að gæta tungu sinnar. Menn sem tala svona eiga það til að meiðast," sagði Lamar Odom eftir leikinn og margir vildu meina að í því hefði falist dulin hótun í garð Payton, sem sjálfur dró úr atvikinu. "Þetta er bara partur af leiknum, það er allt og sumt," sagði Payton, sem er frægur kjaftaskur inni á vellinum.

Shaquille O´Neal hefur fram til þessa unnið alla þrjá leiki sína við Los Angeles Lakers síðan hann fór til Miami og vill eflaust enga breytingu á því í nótt. Hann hefur verið lengi í gang eftir meiðsli snemma á tímabilinu, en lið Miami er þó allt að komast í gírinn eftir að sá stóri kom aftur.

Dwayne Wade er stigahæstur í liði Miami með 25,7 stig að meðaltali í leik og gefur auk þess 7 stoðsendingar. Kobe Bryant skorar að meðaltali 32,3 stig að meðaltali í leik, en hann hefur skoraði 35 stig að meðaltali í leik gegn Miami síðan O´Neal gekk í raðir liðsins.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×