Högnuðust um 80 milljarða samanlagt 26. janúar 2006 20:07 Hagnaður KB banka á síðasta ári er sá mesti í íslenskri fyrirtækjasögu. MYND/Stefán Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári. Hagnaður KB banka árið 2005 eftir skatta nam tæpum 50 milljörðum íslenskra króna sem er mesti hagnaður sem íslenskt fyrirtæki hefur nokkurn tíma skilað á einu ári en hagnaður jókst um 178 prósent frá fyrra ári. Þá skilaði Straumur Burðarás 26,7 milljörðum króna sem er fjórföldun milli ára. En hvað á að gera við peningana? "Á síðasta ári högnuðumst við um fimmtíu milljarða og keyptum banka fyrir um fimmtíu milljarða," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka. Stjórn bankans mun leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greiddar 6.6 milljarðar króna í arð vegna ársins 2005 sem svarar til 13,5% af hagnaði. En hvað með að umbuna starfsmönnum? "Já, við borgum nokkuð há laun, líkast til einna hæstu meðallaun fyrirtækja í dag," segir Hreiðar Már Ekki kemur til greina að lækka vexti þrátt fyrir góðan hagnað. Hreiðar segir skilaboðin frá Seðlabanka þau að vextir eigi að hækka og líklegra sé að bankinn hækki vexti en lækki. Og hjá Straumi Burðaráss voru menn ekki síður ánægðir. Nei-niðurstöðu "Ég tel að árangur okkar og arðsemi eigin fjár sýni að við erum að skila mjög góðri niðurstöðu.," segir Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss. Þórður segir mörg spennandi verkefni framundan en vill þó ekki tjá sig sérstaklega um þau. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári. Hagnaður KB banka árið 2005 eftir skatta nam tæpum 50 milljörðum íslenskra króna sem er mesti hagnaður sem íslenskt fyrirtæki hefur nokkurn tíma skilað á einu ári en hagnaður jókst um 178 prósent frá fyrra ári. Þá skilaði Straumur Burðarás 26,7 milljörðum króna sem er fjórföldun milli ára. En hvað á að gera við peningana? "Á síðasta ári högnuðumst við um fimmtíu milljarða og keyptum banka fyrir um fimmtíu milljarða," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka. Stjórn bankans mun leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greiddar 6.6 milljarðar króna í arð vegna ársins 2005 sem svarar til 13,5% af hagnaði. En hvað með að umbuna starfsmönnum? "Já, við borgum nokkuð há laun, líkast til einna hæstu meðallaun fyrirtækja í dag," segir Hreiðar Már Ekki kemur til greina að lækka vexti þrátt fyrir góðan hagnað. Hreiðar segir skilaboðin frá Seðlabanka þau að vextir eigi að hækka og líklegra sé að bankinn hækki vexti en lækki. Og hjá Straumi Burðaráss voru menn ekki síður ánægðir. Nei-niðurstöðu "Ég tel að árangur okkar og arðsemi eigin fjár sýni að við erum að skila mjög góðri niðurstöðu.," segir Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss. Þórður segir mörg spennandi verkefni framundan en vill þó ekki tjá sig sérstaklega um þau.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira