Dómararnir á Englandi eru skelfilegir 17. febrúar 2006 16:50 Dennis Rodman er samur við sig. Hann hyggur á endurkomu í NBA, en ætlar að koma við á súlustað í London áður en hann snýr heim til Bandaríkjanna NordicPhotos/GettyImages Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Ármann - Þór Þ. | Botnslagur í Höllinni Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Sjá meira
Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Ármann - Þór Þ. | Botnslagur í Höllinni Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Sjá meira