Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur er á dagskrá í kvennaflokki. Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík, en þar munu heimamenn eflaust vilja hefna ófaranna í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.
Snæfell tekur á móti Njarðvík í Stykkishólmi, Hamar/Selfoss fær KR í heimsókn, Höttur tekur á móti Fjölni á Egilsstöðum, ÍR fær Skallagrím í heimsókn og þá taka Þórsarar á móti Haukum á Akureyri.
Að lokum er stórleikur í Iceland Express deild kvenna þar sem efsta lið deildarinnar Haukar, taka á móti Stúdínum að Ásvöllum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.