Viðskipti innlent

Þrír stærstu bankar landsins styrkja stöðu sína gagnvart sveiflum

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings segir í nýrri skýrslu um næmi þriggja stærstu banka landsins, KB banka, Landsbankans og Íslandsbanka, að þeim hafi á síðastliðnum þremur árum tekist að bregðast með betri hætti við sveiflum á gengis- og vaxtamarkaði hér á landi. Segir m.a. í skýrslunni að fjölbreytt starfsemi bankanna hafi orðið til þess að þeir eru ekki jafn viðkvæmir fyrir breytingum og áður.

Þá ítrekar matsfyrirtækið fyrra mat sitt á lánshæfismati ríkissjóðs

frá því fyrir tæpum hálfum mánuði sem breyttist úr stöðugu lánshæfi í neikvætt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×