Brotthvarf Árna veikir Framsókn 6. mars 2006 17:53 Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði.Baldur Þórhallsson var gestur í hádegisviðtalinu á NFS og fjallaði þar um hvaða áhrif afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra hefði á Framsóknarflokkinn og stjórnmálin. Hann sagði það erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að áberandi forystumaður, sem oft væri nefndur sem næsti formaður flokksins, segði af sér. Þá væri þetta ekki til þess fallið að styrkja stöðu formanns flokksins."Halldór (Ásgrímsson) missir þarna einn af nánustu samstarfsmönnum sínum, búinn að missa Finn (Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknar) nokkrum árum áður," sagði Baldur. "Hann þarf að taka inn, eða tekur inn, Siv sem hefur verið nokkuð gagnrýnin á hans störf. Það má vel vera að öldurnar lægi eitthvað, að minnsta kosti úr armi Sivjar.Baldur telur þetta þó slæm tíðindi fyrir Framsóknarflokkinn. "Þetta er ekki gott fyrir flokkinn, talandi um að flokkurinn er ekki í góðri stöðu og mællist með um og undir tíu prósenta fylgi í skoðanakönnunum."Baldur velti því jafnframt upp að ef til vill væri afsögn Árna til marks um ný viðhorf stjórnmálamanna til starfs síns. Hann nefnir Bryndísi Hlöðversdóttur, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar, og Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, sem dæmi um unga stjórnmálamenn á uppleið sem hafi hætt og farið til starfa á hinum almenna markaði. Hann segir að þetta kunni að vera til marks um að fólk komi frekar til starfa í stjórnmálum, verði þar um stund og haldi svo annað frekar en að það líti á starf stjórnmálamanns sem ævistarf. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði.Baldur Þórhallsson var gestur í hádegisviðtalinu á NFS og fjallaði þar um hvaða áhrif afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra hefði á Framsóknarflokkinn og stjórnmálin. Hann sagði það erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að áberandi forystumaður, sem oft væri nefndur sem næsti formaður flokksins, segði af sér. Þá væri þetta ekki til þess fallið að styrkja stöðu formanns flokksins."Halldór (Ásgrímsson) missir þarna einn af nánustu samstarfsmönnum sínum, búinn að missa Finn (Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknar) nokkrum árum áður," sagði Baldur. "Hann þarf að taka inn, eða tekur inn, Siv sem hefur verið nokkuð gagnrýnin á hans störf. Það má vel vera að öldurnar lægi eitthvað, að minnsta kosti úr armi Sivjar.Baldur telur þetta þó slæm tíðindi fyrir Framsóknarflokkinn. "Þetta er ekki gott fyrir flokkinn, talandi um að flokkurinn er ekki í góðri stöðu og mællist með um og undir tíu prósenta fylgi í skoðanakönnunum."Baldur velti því jafnframt upp að ef til vill væri afsögn Árna til marks um ný viðhorf stjórnmálamanna til starfs síns. Hann nefnir Bryndísi Hlöðversdóttur, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar, og Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, sem dæmi um unga stjórnmálamenn á uppleið sem hafi hætt og farið til starfa á hinum almenna markaði. Hann segir að þetta kunni að vera til marks um að fólk komi frekar til starfa í stjórnmálum, verði þar um stund og haldi svo annað frekar en að það líti á starf stjórnmálamanns sem ævistarf.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira