Öryrki eftir störf á sjúkrahúsi 9. mars 2006 21:53 MYND/Pjetur Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku. Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku.
Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira