Öryrki eftir störf á sjúkrahúsi 9. mars 2006 21:53 MYND/Pjetur Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku. Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum. Hún segir ekki nóg gert til að vernda starfsfólk á spítalanum. Landspítalinn háskólasjúkrahús verður að greiða Hildi tæpar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta í bætur fyrir heilsutjón sem hún varð fyrir meðan hún vann á speglunardeild sjúkrahússins, fyrst á Landakoti og síðan í Fossvogi. Hún og samstarfsfólk hennar vann þá með glútaldehýð sem Héraðsdómi Reykjavíkur þykir sýnt að hafi skaðað öndunarfæri Hildar og valdið veikindum fleiri starfsmanna. "Við vorum með alla vega einkenni sem við röktum til þessa efnis, glútaldrhýðs, sem er þurrkur í munni og augum, smávægileg einkenni," segir Hildur um sig og samstarfsfólk sitt. "Það er ekki fyrr en ég fer á ráðstefnu til Englands haustið 1997 að ég heyri nákvæmlega mínu sjúkdómstilfelli líst í fyrirlestri þar sem það rennur upp fyrir mér að öll þessi einkenni stafa af þessu efni." Í dómnum segir að ljóst hafi verið að glútaldehýð gæti verið hættulegt heilsu fólks og að yfirmenn á spítalanum hafi ekki kynnt starfsfólki hættuna og rétta meðferð efnisins nægilega vel. Þá hafi loftræsting verið ófullnægjandi. "Það fóru fram bréfaskipti og mörg samtöl, veit ég eftir að ég hætti og fram á þennan dag í dag, og það hefur ekki verið, því miður, brugðist nógu vel við," segir Hildur. Hildur hóf störf á Landskotsspítala 1988 og fluttist síðar á Borgarspítalann. Þar varð hún að hætta störfum á sinni deild 1997 og fluttist þá í önnur störf. Síðustu tvö árin hefur hún hins vegar ekkert getað unnið vegna veikinda sinna og er metin með fimmtán prósenta varanlega örorku.
Dómsmál Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira