Breski kylfingurinn Luke Donald komst í dag í fyrsta skipti inn lista tíu efstu kylfinga heims í golfi eftir að hann sigraði á Honda-Classic mótinu í Flórida um helgina. "Það er frábært að vera kominn inn á topp tíu, en ég set stefnuna hærra og nú er bara að fara að vinna stórmót," sagði kappinn. Tiger Woods er sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans.
Luke Donald á topp tíu
