Viðskipti innlent

1,6 prósent atvinnuleysi í febrúar

Atvinnuleysi í síðasta mánuði nam 1,6 prósentum og lækkaði örlítið milli mánaða. Sé leiðrétt fyrir árstíðasveiflum kemur einnig í ljós óbreytt staða milli mánaða, 1,4% eins og í janúar. Heildarfjöldi atvinnulausra var 2.338. Í janúar voru 2.443 atvinnulausir og minnkaði atvinnuleysi því um 4,3% milli mánaða.

Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu hafi verið 1,4 prósent en 1,8 prósent á landsbyggðinni.

Atvinnuleysi er mest á Norðurlandi eystra eða 2,8 prósent en atvinnuleysi minnkaði alls staðar nema þar og á höfuðborgarsvæðinu. Ef litið er til atvinnuleysis eftir kyni kemur í ljós að atvinnuleysi kvenna er 2,1% en hjá körlum er það 1,2%, að því er fram kemur í Vegvísi Landsbankans.

Þá kemur fram að yfirleitt séu litlar breytingar frá febrúar til mars og líklegt sé að atvinnuleysi í mars verði á bilinu 1,4%-1,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×