Hagnaður Milestone tæpir 14 milljarðar 31. mars 2006 16:42 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Í tilkynningu frá Milestone segir að félagið hafi keypt 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í apríl í fyrra og voru kaupin samþykkt af Fjármálaeftirlitinu í lok júní, en frá þeim tíma varð Sjóvá hluti af samstæðu Milestone. Í lok júní 2005 var hlutafé félagsins aukið um 857 milljónir króna að nafnvirði eða ríflega 7,6 milljarða að markaðsvirði og var hlutaféð greitt inn með peningum annars vegar og hlutabréfum í félögum hins vegar. Stærstu eignir Milestone eru hlutabréf í Glitni hf.(áður Íslandsbanki hf.) og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í lok árs var hlutur samstæðunnar í Glitni hf. að nafnvirði tæpa 2,3 milljarða króna. Í janúar 2006 keypti samstæðan hlutabréf í Glitni hf. að nafnvirði 510,7 milljóna króna og tók þátt í hlutafjárútboði þar sem keypt voru hlutabréf að nafnvirði 162,4 milljónir króna. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi Sjóvá var góður en jafnframt var nokkur viðsnúningur í vátryggingastarfsemi félagsins. Vonir standa til þess að afkoma vátryggingastarfsemi haldi áfram að batna á þessu ári. Í upphafi árs 2006 keypti Milestone ehf. hlutabréf í Dagsbrún hf. að nafnvirði 715,2 milljónir krónaog ræður samstæðan nú yfir 15,2 prósentum hlutafjár í félaginu. Í desember 2005 gerði Milestone áskriftar- og hluthafasamning við Baug Group hf. Samkvæmt samningnum mun Milestone framselja eignarhluti sína í Glitni hf. að nafnverði 2,15 milljarðar króna að meðtöldum framvirkum samningum, til Þáttar eignarhaldsfélags ehf., dótturfélags Milestone ehf. Auk þess mun Milestone framselja eignarhlut sinn í Sjóvá til Þáttar. Framsalið er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins sem ekki liggur fyrir og því hafa viðskiptin ekki verið bókfærð í ársreikningum félaganna. Samkvæmt samningnum mun eignarhluti Milestone í Þætti lækka í 80 prósent. Eigið fé móðurfélagsins var í upphafi árs rúmlega 2,9 milljarðar en eigið fé samstæðunnar í lok árs nam ríflega 23,6 milljörðum. Að teknu tilliti til innborgunar hlutafjár á árinu nam arðsemi eigin fjár á árinu 2005 ríflega 207 prósent sem er í samræmi við væntingar hluthafa félagsins. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins í lok ársins var 44,5 prósent og samstæðunnar ríflega 28 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Í tilkynningu frá Milestone segir að félagið hafi keypt 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í apríl í fyrra og voru kaupin samþykkt af Fjármálaeftirlitinu í lok júní, en frá þeim tíma varð Sjóvá hluti af samstæðu Milestone. Í lok júní 2005 var hlutafé félagsins aukið um 857 milljónir króna að nafnvirði eða ríflega 7,6 milljarða að markaðsvirði og var hlutaféð greitt inn með peningum annars vegar og hlutabréfum í félögum hins vegar. Stærstu eignir Milestone eru hlutabréf í Glitni hf.(áður Íslandsbanki hf.) og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í lok árs var hlutur samstæðunnar í Glitni hf. að nafnvirði tæpa 2,3 milljarða króna. Í janúar 2006 keypti samstæðan hlutabréf í Glitni hf. að nafnvirði 510,7 milljóna króna og tók þátt í hlutafjárútboði þar sem keypt voru hlutabréf að nafnvirði 162,4 milljónir króna. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi Sjóvá var góður en jafnframt var nokkur viðsnúningur í vátryggingastarfsemi félagsins. Vonir standa til þess að afkoma vátryggingastarfsemi haldi áfram að batna á þessu ári. Í upphafi árs 2006 keypti Milestone ehf. hlutabréf í Dagsbrún hf. að nafnvirði 715,2 milljónir krónaog ræður samstæðan nú yfir 15,2 prósentum hlutafjár í félaginu. Í desember 2005 gerði Milestone áskriftar- og hluthafasamning við Baug Group hf. Samkvæmt samningnum mun Milestone framselja eignarhluti sína í Glitni hf. að nafnverði 2,15 milljarðar króna að meðtöldum framvirkum samningum, til Þáttar eignarhaldsfélags ehf., dótturfélags Milestone ehf. Auk þess mun Milestone framselja eignarhlut sinn í Sjóvá til Þáttar. Framsalið er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins sem ekki liggur fyrir og því hafa viðskiptin ekki verið bókfærð í ársreikningum félaganna. Samkvæmt samningnum mun eignarhluti Milestone í Þætti lækka í 80 prósent. Eigið fé móðurfélagsins var í upphafi árs rúmlega 2,9 milljarðar en eigið fé samstæðunnar í lok árs nam ríflega 23,6 milljörðum. Að teknu tilliti til innborgunar hlutafjár á árinu nam arðsemi eigin fjár á árinu 2005 ríflega 207 prósent sem er í samræmi við væntingar hluthafa félagsins. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins í lok ársins var 44,5 prósent og samstæðunnar ríflega 28 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira