Þetta var sögulegur sigur 6. apríl 2006 22:05 Leikmenn Middlesbrough ærðust af fögnuði þegar flautað var til leiksloka á Riverside í kvöld og sæti í undanúrslitum Evrópukeppninnar var í höfn NordicPhotos/GettyImages Steve McClaren, stjóri Middlesbrough var skiljanlega í skýjunum eftir sigur sinna manna á Basel í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en Boro tókst að komast áfram í undanúrslit keppninnar þrátt fyrir að lenda þremur mörkum undir í einvíginu. Massimo Maccarone skoraði sigurmark Boro á 90. mínútu og enska liðið vann samanlagt 4-3. "Þetta var frábært framtak hjá leikmönnunum, sem sýndu skapgerð sína og stórkostlega knattspyrnu í kvöld. Ég sagði fyrir leikinn að við þyrftum að eiga sögulegan leik til að komast áfram í keppninni og sú varð sannarlega raunin. Þetta var leikur sem enginn mun gleyma og það er ótrúlega góð tilfinning að komast áfram með svona frammistöðu," sagði McClaren. Jimmy Floyd Hasselbaink tók í sama streng. "Þessi sigur okkar fer í sögubækurnar - þvílíkur leikur. Ég var í rusli yfir því að fá ekki að vera í byrjunarliðinu í kvöld og þegar við lentum undir varð mér hugsað til þess hvort þetta yrði í enn eitt skiptið sem ég myndi missa af verðlaunum á ferlinum. Mig langaði því mikið að setja mark mitt á leikinn og það tókst. Þetta var stórkostleg stund," sagði Hasselbaink, sem skoraði eitt marka Boro í leiknum. Middlesbrough mætir Steua frá Búkarest í undanúrslitunum og takist liðinu að vinna það einvígi, bíður úrslitaleikur við annað hvort Schalke frá Þýskalandi eða Sevilla frá Spáni. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Sjá meira
Steve McClaren, stjóri Middlesbrough var skiljanlega í skýjunum eftir sigur sinna manna á Basel í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en Boro tókst að komast áfram í undanúrslit keppninnar þrátt fyrir að lenda þremur mörkum undir í einvíginu. Massimo Maccarone skoraði sigurmark Boro á 90. mínútu og enska liðið vann samanlagt 4-3. "Þetta var frábært framtak hjá leikmönnunum, sem sýndu skapgerð sína og stórkostlega knattspyrnu í kvöld. Ég sagði fyrir leikinn að við þyrftum að eiga sögulegan leik til að komast áfram í keppninni og sú varð sannarlega raunin. Þetta var leikur sem enginn mun gleyma og það er ótrúlega góð tilfinning að komast áfram með svona frammistöðu," sagði McClaren. Jimmy Floyd Hasselbaink tók í sama streng. "Þessi sigur okkar fer í sögubækurnar - þvílíkur leikur. Ég var í rusli yfir því að fá ekki að vera í byrjunarliðinu í kvöld og þegar við lentum undir varð mér hugsað til þess hvort þetta yrði í enn eitt skiptið sem ég myndi missa af verðlaunum á ferlinum. Mig langaði því mikið að setja mark mitt á leikinn og það tókst. Þetta var stórkostleg stund," sagði Hasselbaink, sem skoraði eitt marka Boro í leiknum. Middlesbrough mætir Steua frá Búkarest í undanúrslitunum og takist liðinu að vinna það einvígi, bíður úrslitaleikur við annað hvort Schalke frá Þýskalandi eða Sevilla frá Spáni.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Sjá meira