Eigum skilið að komast í Meistaradeildina 20. apríl 2006 16:46 Martin Jol og félaga í Tottenham bíður sannkallaður risaleikur á laugardaginn þar sem andstæðingurinn er erkióvinurinn Arsenal og meistaradeildarsæti í húfi NordicPhotos/GettyImages Martin Jol, stjóri Tottenham, undirbýr lið sitt nú fyrir mikilvægasta leik þess á síðustu árum. Tottenham sækir granna sína í Arsenal heim á Highbury á laugardaginn í leik sem mun ráða miklu um hvort liðið hafnar í fjórða sæti deildarinnar og kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili. Mjög langt er síðan Tottenham hefur verið svo lengi fyrir ofan erkifjendur sína í Norður-Lundúnum og það er vel við hæfi að grannarnir berjist um Evrópusætið í síðustu viðureign sinni á Highbury. Martin Jol segir sína menn ekki kvíða neinu. "Við munum spila okkar bolta og hlökkum til þess að takast á við þessa miklu áskorun. Það yrði okkur gríðarlega mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í þessum leik, því ef við náum að halda Arsenal fyrir aftan okkur í deildinni og halda fjórða sætinu - er það vegna þess að við eigum það skilið," sagði Jol, en Tottenham hefur haldið fjórða sætinu í nokkrar vikur. Liðið á þó mjög erfiða leiki eftir á lokasprettinum og því verður sannarlega forvitnilegt að fylgjast með hvernig ungu liði Martin Jol tekst til í síðustu þremur leikjunum. Þess má geta að varnarmaðurinn Sol Campbell verður ekki í leikmannahópi Arsenal fyrir leikinn á laugardaginn, en hann er ekki orðinn nógu góður eftir nefbrotið á dögunum. Þó er vonast til að hann verði orðinn klár fyrir síðari leikinn gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Campbell sjálfur grætur þó varla að missa af leiknum gegn sínum gömlu félögum í Tottenham, því stuðningsmenn liðsins hafa gert honum lífið einstaklega leitt allar götur síðan hann kaus að ganga til liðs við Arsenal á sínum tíma. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Martin Jol, stjóri Tottenham, undirbýr lið sitt nú fyrir mikilvægasta leik þess á síðustu árum. Tottenham sækir granna sína í Arsenal heim á Highbury á laugardaginn í leik sem mun ráða miklu um hvort liðið hafnar í fjórða sæti deildarinnar og kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili. Mjög langt er síðan Tottenham hefur verið svo lengi fyrir ofan erkifjendur sína í Norður-Lundúnum og það er vel við hæfi að grannarnir berjist um Evrópusætið í síðustu viðureign sinni á Highbury. Martin Jol segir sína menn ekki kvíða neinu. "Við munum spila okkar bolta og hlökkum til þess að takast á við þessa miklu áskorun. Það yrði okkur gríðarlega mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í þessum leik, því ef við náum að halda Arsenal fyrir aftan okkur í deildinni og halda fjórða sætinu - er það vegna þess að við eigum það skilið," sagði Jol, en Tottenham hefur haldið fjórða sætinu í nokkrar vikur. Liðið á þó mjög erfiða leiki eftir á lokasprettinum og því verður sannarlega forvitnilegt að fylgjast með hvernig ungu liði Martin Jol tekst til í síðustu þremur leikjunum. Þess má geta að varnarmaðurinn Sol Campbell verður ekki í leikmannahópi Arsenal fyrir leikinn á laugardaginn, en hann er ekki orðinn nógu góður eftir nefbrotið á dögunum. Þó er vonast til að hann verði orðinn klár fyrir síðari leikinn gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Campbell sjálfur grætur þó varla að missa af leiknum gegn sínum gömlu félögum í Tottenham, því stuðningsmenn liðsins hafa gert honum lífið einstaklega leitt allar götur síðan hann kaus að ganga til liðs við Arsenal á sínum tíma.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira