Engin óvænt úrslit 23. apríl 2006 12:12 Leikmaður gærkvöldsins, Lebron James. Getty Úrslittakeppnin fór vel af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum sem allir unnust á heimavelli. Lebron James átti stórleik í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni og var með þrefalda tvennu og leiddi Cleveland örugglega til sigurs. San Antonio hófu titilvörnina með sannfærandi 34 stiga sigri á Sacramento. Lebron James lék allar 48 mínúturnar fyrir Cavs gegn Washington Wizards og skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Sannarlega stórkostleg frammistaða hjá þessum kornunga leikmanni. Gilbert Arenas reyndi að draga vagninn fyrir Wizards en 26 stig frá honum dugðu skammt og var sigur Cleveland öruggari en tölurnar, 97-84, gefa til kynna. Meistararnir í San Antonio Spurs tóku Sacramento Kings í kennslustund í körfubolta og var sigurinn aldrei í hættu. Spurs sýndu hversu mikla breidd þeir hafa og sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða meira og yfir 50 stig komu frá leikmönnum sem sátu á bekknum í byrjun leiks. Franski leikstjórnandinn Tony Parker skoraði mest, 25 stig. Athygli vekur að enginn leikmanna Spurs lék meira en 25 mínútur í gærkvöldi og kemur það eflaust til með að hjálpa þeim mikið þegar líður á úrslitakeppnina. Hjá Sacramento var Mike Bibby með 17 stig og Ron Artest með 16 í tilþrifalitlum leik hjá Kings. Lokatölur 122-88 fyrir Spurs. Miami Heat nutu reynslunnar úr úrslitakeppninni í fyrra í naumum 111-106 sigri á Chicago Bulls. Dwayne Wade skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar og tröllið Shaquille O'neal setti 27 stig og tók 16 fráköst. Hjá Chicago var Ben Gordon allt í öllu í sóknarleiknum og setti 35 stig. Þessi sería gæti vel orðið spennandi enda Chicago með baráttuglatt lið. Wade og Shaq ættu hinsvegar að hafa getu og reynslu til að fara langt í úrslitakeppninni. Í fjórða leik gærkvöldsins áttust LA Clippers og Denver Nuggets við og þar lék Elton Brand sinn fyrsta leik í úrslitakeppni eftir að hafa leikið yfir 500 deildarleiki. Leikurinn var jafn og spennandi og litlu munaði að Nuggets tækist að stela sigrinum með góðum leik í síðasta leikhlutanum. Hjá Nuggets sáu þeir Carmelo Anthony og Andre Miller nánast einir um stigaskor en þeir settu 25 stig hvor. Hjá Clippers voru hinsvegar fleiri sem virtust geta skorað og skildi það á milli liðanna. Elton Brand var stigahæstur með 21 stig og gamli refurinn Sam Cassell sýndi að reynslan er gulls ígildi og setti 19 stig og gaf 7 fráköst. Cassell vill eflaust reyna að komast sem lengst með þetta Clipperslið en hann á tvo meistarahringa í safninu sem þó gæti aðeins verið farið að falla á, en þá vann hann með Houston Rockets 94 og 95. Í kvöld eru svo aftur fjórir leikir; Phoenix Suns með Steve Nash í broddi fylkingar eiga við Kobe og félaga í LA Lakers, Dallas Mavericks mæta Memphis Grizzlies, besta lið vetrarins Detroit Pistons eru sigurstranglegir gegn Milwaukee Bucks og New Jersey Nets leika við Indiana Pacers. Leikur Suns og Lakers verður í beinni á Sýn og hefst útsending kl. 22 í kvöld. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Sjá meira
Úrslittakeppnin fór vel af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum sem allir unnust á heimavelli. Lebron James átti stórleik í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni og var með þrefalda tvennu og leiddi Cleveland örugglega til sigurs. San Antonio hófu titilvörnina með sannfærandi 34 stiga sigri á Sacramento. Lebron James lék allar 48 mínúturnar fyrir Cavs gegn Washington Wizards og skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Sannarlega stórkostleg frammistaða hjá þessum kornunga leikmanni. Gilbert Arenas reyndi að draga vagninn fyrir Wizards en 26 stig frá honum dugðu skammt og var sigur Cleveland öruggari en tölurnar, 97-84, gefa til kynna. Meistararnir í San Antonio Spurs tóku Sacramento Kings í kennslustund í körfubolta og var sigurinn aldrei í hættu. Spurs sýndu hversu mikla breidd þeir hafa og sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða meira og yfir 50 stig komu frá leikmönnum sem sátu á bekknum í byrjun leiks. Franski leikstjórnandinn Tony Parker skoraði mest, 25 stig. Athygli vekur að enginn leikmanna Spurs lék meira en 25 mínútur í gærkvöldi og kemur það eflaust til með að hjálpa þeim mikið þegar líður á úrslitakeppnina. Hjá Sacramento var Mike Bibby með 17 stig og Ron Artest með 16 í tilþrifalitlum leik hjá Kings. Lokatölur 122-88 fyrir Spurs. Miami Heat nutu reynslunnar úr úrslitakeppninni í fyrra í naumum 111-106 sigri á Chicago Bulls. Dwayne Wade skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar og tröllið Shaquille O'neal setti 27 stig og tók 16 fráköst. Hjá Chicago var Ben Gordon allt í öllu í sóknarleiknum og setti 35 stig. Þessi sería gæti vel orðið spennandi enda Chicago með baráttuglatt lið. Wade og Shaq ættu hinsvegar að hafa getu og reynslu til að fara langt í úrslitakeppninni. Í fjórða leik gærkvöldsins áttust LA Clippers og Denver Nuggets við og þar lék Elton Brand sinn fyrsta leik í úrslitakeppni eftir að hafa leikið yfir 500 deildarleiki. Leikurinn var jafn og spennandi og litlu munaði að Nuggets tækist að stela sigrinum með góðum leik í síðasta leikhlutanum. Hjá Nuggets sáu þeir Carmelo Anthony og Andre Miller nánast einir um stigaskor en þeir settu 25 stig hvor. Hjá Clippers voru hinsvegar fleiri sem virtust geta skorað og skildi það á milli liðanna. Elton Brand var stigahæstur með 21 stig og gamli refurinn Sam Cassell sýndi að reynslan er gulls ígildi og setti 19 stig og gaf 7 fráköst. Cassell vill eflaust reyna að komast sem lengst með þetta Clipperslið en hann á tvo meistarahringa í safninu sem þó gæti aðeins verið farið að falla á, en þá vann hann með Houston Rockets 94 og 95. Í kvöld eru svo aftur fjórir leikir; Phoenix Suns með Steve Nash í broddi fylkingar eiga við Kobe og félaga í LA Lakers, Dallas Mavericks mæta Memphis Grizzlies, besta lið vetrarins Detroit Pistons eru sigurstranglegir gegn Milwaukee Bucks og New Jersey Nets leika við Indiana Pacers. Leikur Suns og Lakers verður í beinni á Sýn og hefst útsending kl. 22 í kvöld.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Sjá meira