Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi 3. maí 2006 22:47 MYND/Stöð 2 Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira