Viðskipti innlent

Exista eignast VÍS

Kaupþing banki seldi í morgun Exista ehf. 24 prósenta hlut bankans í VÍS eignarhaldsfélaginu hf. Við kaupin verður Exista eigandi alls hlutafjár í VÍS, sem á 100 prósent hlutafjár í Vátryggingafélagi Íslands hf.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að með kaupunum hafi Exista óbeinta eignast hluti VÍS í Bakkavör Group hf.

Kaupþing banki fær greitt með nýútgefnum hlutum í Exista og eykst eignarhlutur bankans í Exista við það tímabundið úr 19 prósentum í 21 prósent.

Söluverð á VÍS nemur 15,9 milljörðum króna og bókfærir bankinn 7 milljarða króna hagnað á öðrum ársfjórðungi vegna sölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu um viðskiptin til Kauphallar Íslands.

Heildarverðmæti Exista eftir kaupin á VÍS er metið á 288 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×