Fótbolti

Bera til baka fregnir af slagsmálum Svía

Forráðamenn sænska landsliðsins neita þeim orðrómi að slagsmál hafi brotist út í búningsherbergi þeirra eftir jafnteflið gegn Trinidad & Tobago. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Freddy Ljungberg og Olaf Mellberg hafi lent í ryskingum inn í klefa sænska landsliðsins eftir leikinn, en forráðamenn sænska landsliðsins segja það algjöra vitleysu.

"Það voru enginn slagsmál eftir leikinn. Leikmenn voru hinsvegar svekktir með úrslitin og létu í sér heyra inn í búningsherberginu. Einhver rifrildi áttu sér stað, þ.m á milli Ljungberg og Mellberg en alls enginn slagsmál og allir skildu sáttir," sagði Thomas Saleteg fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×