Sport

Everton kaupir Lescott

Joleon Lescott er genginn í raðir Everton fyrir fimm milljónir punda
Joleon Lescott er genginn í raðir Everton fyrir fimm milljónir punda NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Joleon Lescott frá Wolves fyrir 5 milljónir punda. Lescott hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið, en hann er 23 ára gamall. David Moyes, stjóri Everton, segir að félagið hafi lengi haft augastað á leikmanninum, sem hann kallaði besta miðvörð í ensku 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Lescott er fyrrum U-21 árs landsliðsmaður Englands, en hefur átt við erfið hnémeiðsli að stríða undanfarin ár. Hann stóðst þó læknisskoðun með sóma og er nú kominn í úrvalsdeildina.

Everton hefur óðum verið að styrkja sig fyrir átökin á næstu leiktíð, en ekki er langt síðan félagið festi kaup á framherjanum Andy Johnson frá Crystal Palace.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×