Sport

Al Jaber í sögubækurnar

Sami Al Jaber, leikmaður Sádí Arabíu
Sami Al Jaber, leikmaður Sádí Arabíu

Gamla brýnið Sami Al Jaber hjá Sadí Arabíu, varð í dag 14. leikmaðurinn í sögu HM til að skora mark í þremur heimsmeistarakeppnum á ferlinum. Jaber hafði skorað mark úr vítaspyrnum á síðustu tveimur mótum áður en hann skoraði fyrir Sáda í dag. Aðeins tveir menn hafa náð þeim einstaka árangri að skora í fjórum heimsmeistarakeppnum.

Goðsögnin Pele hjá Brasilíu skoraði mark á HM 1958, 1962, 1966 og 1970 og Þjóðverjinn Uwe Seeler komst einnig á blað í þessum sömu keppnum. Á meðal þekktra kappa sem skorað hafa í þremur keppnum eru Karl-Heinz Rumenigge, Michel Platini, Diego Maradona, Roberto Baggio, Jurgen Klinsmann, Rudi Völler, Lothar Matthaus og Gabriel Batistuta.

Þá komst markvörður Sáda, Ali Boumnijel, einnig í sögubækurnar í dag þegar hann varð fimmti elsti leikmaðurinn til að spila leik á HM. Hinn magnaði framherji Kamerúna, Roger Milla, er langelsti leikmaðurinn sem spilað hefur á HM. Milla var rúmlega 42 ára gamall þegar hann kom við sögu í leik Kamerúna og Rússa árið 1994.

Norður-Írski markvörðurinn Pat Jennings spilaði á 41. afmælisdegi sínum í Mexíkó árið 1986 og Peter Shilton var aðeins nokkrum vikum yngri þegar hann stóð í marki Englendinga gegn Ítölum á HM árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×