Ekki hægt að segja nei við Barcelona 14. júní 2006 20:13 Eiður Smári er hér við undirritun samnings síns í Barcelona í dag, en með honum á myndinni eru þeir Joan Laporta forseti félagsins og Frank Rijkaard þjálfari Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira