Sport

Við höfum alls ekki sagt okkar síðasta

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að liðið eigi mikið inni og lofar að það muni spila betur eftir því sem líður á heimsmeistaramótið. Englendingar lögðu Trinidad og Tobago 2-0 í dag, en enska liðið var fjarri því að vera sannfærandi.

"Við gáfumst aldrei upp og það eru skilaboðin sem við gáfum út í dag - skilaboðin sem við gefum alltaf út. Þið hafið enn ekki séð okkur spila okkar besta leik, við vitum það og munum sýna það fljótlega.

Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta yrði mjög erfiður leikur í dag, en vissum líka að ef við héldum okkur við þá áætlun sem við lögðum upp með, næðum við að sigra. Það sem mér finnst skipta mestu máli fyrir okkur í dag var að við náðum að klára leikinn af krafti og það lofar góðu," sagði fyrirliðinn.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×