Fótbolti

Ég hræðist ekki Englendinga

Michael Ballack, fyrirliði þjóðverja segir að hann hræðist ekki enska liðið. Þjóðirnar geta mæst í 16-liða úrslitum ef önnur þeirra vinnur sinn riðil og hinn hafnar í öðru sæti. Ballack er sannfærður um sitt lið fari langt í þessari keppni.

 

" Við hræðumst ekki neitt lið og er England talið með. Ég held að þeir séu ekki hræddir við okkur. Maður getur unnið upp virðingu annarra liða með því að vera að leika vel. Það er annað en að vera hræddur við andstæðinginn. Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga góðan leik gegn Ekvador. Ef við vinnum þá mundi það koma meira sjálfstrausti í hópinn.

 

Ef við sýnum góða frammistöðu í leiknum við Ekvador mundi það hjálpa okkur mikið í framhaldinu í keppninni. England og Svíþjóð er svipuð lið. Þetta eru góð lið og það skiptir okkur ekki miklu máli hvort liðið það verður sem við fáum, við verðum hvort sem er að vinna það til að halda áfram," sagði Ballack.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×