Fótbolti

Englendingar eru eigingjarnir

Uli Höeness, framkvæmdarstjóri Bayern Munchen segir að Englendingar séu eigingjarnir og skilur ekki af hverju þeir nota ekki Owen Hargreaves meira en þeir hafa gert. Hann hafði þetta að segja um enska liðið.

"Stóra vandamálið hjá Englendingum er að þeir hugsa ekki langt út fyrir sín landamæri. Þeir eru svo eigingjarnir vegna þess að þeir halda að aðeins sé góður fótbolti spilaður sé spilaður á Englandi. Þeir trúa því að hvergi annarstaðar sé spilaður góður fótbolti. Þegar ég horfi á miðjuna hjá þeim í þessari keppni verð ég að segja að eða kannski þakka Sven-Göran Eriksson fyrir því þessir menn sem spila á miðjunni fyrir þá geta ekki gert það eins og það að gera. Hvernig er hægt að hafa Beckham, Gerrard, Lampard og Joe Cole saman í einu liði? Allir þessir leikmenn vilja fara fram og sækja. Hver á að vinna varnarvinnuna? Ef þessir forráðamenn enska liðsins hefðu gert sé ferð hingað til Þýskalands og fylgst með því hvað Owen Hargreaves hefur verið að gera fyrir Bayern og hvernig hann spilar þá væri hann í liðinu hjá þeim. Hann hefur átt frábært tímabil með Bayern og þetta segir mér bara að Englendingar hugsa ekki mikið út fyrir landamæri sín," sagði Höeness.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×