Fótbolti

Við höfum efni á Nistelrooy

Ruud Van Nistelrooy gæti verið á leið til Þýskalands
Ruud Van Nistelrooy gæti verið á leið til Þýskalands NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen eru enn að gera hosur sínar grænar fyrir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United og í dag fullyrti yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern að félagið hefði vel efni á að kaupa Nistelrooy.

Karl Hopfner sagði í samtali við sjónvarpsstöð félagsins að Bayern hefði vel efni á því að kaupa Nistelrroy, sem hefur fallið úr náðinni hjá Sir Alex Ferguson og er talið að hann sé falur fyrir um 12 milljónir punda. Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern, hældi Nistelrooy á hvert reipi í síðustu viku og lýsti yfir áhuga sínum á að fá hann til félagsins. Rummenigge var á meðal áhorfenda þegar Nistelrooy skoraði gegn Fílabeinsströndinni á HM á föstudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×