Sport

Verðum að verjast betur í næsta leik

Sven-Göran Eriksson
Sven-Göran Eriksson

Sven-Göran Eriksson var að vonum ekki sáttur við varnarleik sinna manna í kvöld, eftir að Englendingar fengu á sig tvö mörk eftir föst leikatriði. Hann segist þó ánægðastur með að hafa náð að vinna riðilinn.

"Við vörðumst illa í föstum leikatriðum og það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, en úrslitin voru okkur hagstæð og við náðum að landa efsta sætinu í riðlinum," sagði Eriksson.

Hann var spurður að því hvernig staðið hefði á reiðikasti Wayne Rooney þegar honum var skipt útaf í síðari hálfleiknum, en Rooney lamdi í varamannaskýlið og grýtti af sér skónum í svekkelsi.

"Hann er bara keppnismaður og var ekki sáttur við frammistöðu sína í síðari hálfleik. Hann er smátt og smátt að komast í toppform og verður aðeins betri með hverjum leiknum," sagði Eriksson, en talið var að reiði framherjans hefði eingöngu verið í garð þjálfarans fyrir að taka hann útaf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×