Sport

Nokkrar breytingar á liði Brassa

Brasilíumenn eiga enn eftir að sýna sitt besta á mótinu og mikið má vera ef þeir fara ekki að sýna listir sínar í kvöld þegar pressan er lítil á liðið
Brasilíumenn eiga enn eftir að sýna sitt besta á mótinu og mikið má vera ef þeir fara ekki að sýna listir sínar í kvöld þegar pressan er lítil á liðið

Carlos Alberto Parreira, þjálfari brasilíska landsliðsins, hefur gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu sem mætir því japanska í lokaleik F-riðilsins nú klukkan 19 og er í beinni á Sýn. Á sama tíma verður leikur Króata og Ástrala á Sýn Extra.

Cafu, Roberto Carlos, Emerson, Ze Roberto og Adriano verða á bekknum í dag, en athygli vekur að Parreira heldur tryggð við framherjann Ronaldo, sem hefur ekki náð sér á strik í mótinu hingað til. Brössum nægir jafntefli til að vinna riðilinn, en Japanar verða að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslitin.

Japan: Kawaguchi, Santos, Tsuboi, Kaji, Nakazawa, Hidetoshi Nakata, Ogasawara, Nakamura, Inamoto, Maki, Tamada.

Varamenn: Doi, Endo, Fukunishi, Komano, Moniwa, Koji Nakata, Narazaki, Oguro, Ono, Takahara, Yanagisawa.

Brasilía: Dida, Lucio, Juan, Cicinho, Gilberto, Kaka, Ronaldinho, Silva, Juninho, Ronaldo, Robinho.

Varamenn: Adriano, Cafu, Carlos, Cris, Emerson, Fred, Julio Cesar, Luisao, Mineiro, Ricardinho, Rogerio, Ze Roberto.

Dómari: Eric Poulat frá Frakklandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×