Sport

Carrick í byrjunarliðinu gegn Ekvador?

Svo gæti farið að Michael Carrick spili sinn fyrsta leik á HM í byrjunarliði Englendinga á sunnudaginn
Svo gæti farið að Michael Carrick spili sinn fyrsta leik á HM í byrjunarliði Englendinga á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages

Breska sjónvarpið greinir frá því í kvöld að Michael Carrick muni að öllum líkindum verða í byrjunarliði Englendinga í leiknum gegn Ekvador í 16-liða úrslitum HM sem leikinn verður í Stuttgart á sunnudaginn. Þá er talið að Owen Hargreaves muni taka stöðu Jamie Carragher í hægri bakverðinum og að enska liðið muni spila leikkerfið 4-5-1 með Wayne Rooney einn í framlínunni.

Ekki verður annað lesið út úr þessum hugleiðingum en að Sven-Göran Eriksson ætli sér að leika afar varfærnislega gegn Ekvadorum um helgina. Verði þetta byrjunarlið Eriksson á sunnudag, má reikna með að Carrick sé ætlað að spila sem varnartengiliður og þeim Steven Gerrard og Frank Lampard því ætlað stærra hlutverk í sókninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×