Sport

Í viðræðum við Houllier

Gerard Houllier er orðaður við ástralska landsliðið
Gerard Houllier er orðaður við ástralska landsliðið NordicPhotos/GettyImages
Ástralska knattspyrnusambandið er nú í viðræðum við Gerald Houllier, þjálfara frönsku meistaranna í Lyon og fyrrum stjóra Liverpool, um að taka við stjórn landsliðsins eftir að Guus Hiddink hættir í sumar. Hiddink tekur við landsliði Rússa eftir HM og talið er að ástralska knattspyrnusambandið vilji tryggja sér stórt nafn til að taka við landsliðinu þegar Hiddink hættir. Mikið knattspyrnufár ríkir nú í Ástralíu í kjölfar góðs gengis landsliðsins og er mikil uppsveifla í boltanum þar í landi um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×