Sport

Ég er orðinn leikmaður Tottenham

Didier Zokora fullyrðir að hann sé þegar orðinn leikmaður Tottenham
Didier Zokora fullyrðir að hann sé þegar orðinn leikmaður Tottenham AFP

Miðjumaðurinn Didier Zokora frá Fílabeinsströndinni sagði breskum fjölmiðlum í dag að hann væri orðinn leikmaður Tottenham. Zokora er samningsbundinn franska liðinu St. Etienne, en fregnir herma að enska félagið sé að ganga frá kaupum á honum fyrir rúmar átta milljónir punda.

Zokora hefur verið eftirsóttur af stærstu liðunum á Englandi í nokkurn tíma og ekki hafa vinsældir hans dvínað eftir frábæra frammistöðu hans með liði Fílabeinsstrandarinnar á HM. Hann er 25 ára gamall og er duglegur og varnarsinnaður miðjumaður, sem þó hefur sýnt góða tilburði framar á vellinum.

Zokora sagði breska blaðinu News of the World að Tottenham hefði verið það lið sem hefði haft upp á mest að bjóða fyrir sig sem leikmann, því hann hefur augastað á því að vera í byrjunarliði úrvalsdeildarliðs í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×