Innlent

Skorað á stjórnvöld að hætta við niðurskurð á framkvæmdum

Frá Vopnafirði.
Frá Vopnafirði.

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um niðurskurð á þessum framkvæmdum á Norðausturlandi þar sem þensluáhrifa gætir ekki.

Í ályktun frá hreppsnefndinni segir að tenging Vopnafjarðar við Hringveginn hafi lengi verið á döfinni, en um Vopnafjarðarheiði upp á Háreksstaðaleið sé óvenju mjór malarvegur en flutningar um veginn verði fyrir miklum truflunum á vorin sökum þungatakmarkana, sem langtímum séu á þessum vegi. Vegabæturnar séu bráðnauðsynlegar til þess að vegakerfið sé ekki beinlínis þrándur í götu þess að traust atvinnufyrirtæki nái að dafna með eðlilegum hætti á þessu horni landsins. Vill hreppsnefndin fremur að framkvæmdir hefjist í samræmi við áætlanir sem unnið hefur verið eftir fram að þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×