Sport

Við eigum harma að hefna gegn Ítölum

Bakvörðurinn Philipp Lahm segir félaga sína í þýska landsliðinu hafa fullan hug á að hefna ófaranna frá því í síðasta vináttuleik gegn Ítölum þegar þjóðirnar mætast í undanúrslitum HM í Dortmund í kvöld.

Síðast þegar þessar þjóðir mættust í landsleik, töpuðu Þjóðverjar 4-1 og þótti sú frammistaða marka svörtustu tíð Jurgen Klinsmann í starfi landsliðsþjálfara. Lahm segir þennan leik hafa markað upphafið af því liði sem það þýska er orðið í dag.

"Það var hræðilegt þegar við töpuðum 4-1 fyrir Ítölum og ég man að við vorum allir langt niðri eftir það. En svo kom landsleikurinn við Bandaríkjamenn og þar ákváðum við að snúa við blaðinu. Sá leikur var einmitt í Dortmund og síðan hefur gengið mjög vel hjá okkur," sagði Lahm. Sagnfræðin er heimamönnum þó ekki sérlega hliðholl fyrir leiki kvöldsins, því Þjóðverjar hafa aldrei unnið Ítala á HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×