Spænski framherjinn Fernando Morientes er genginn formlega í raðir Valencia fyrir um þrjár milljónir punda eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Morientes náði sér aldrei á strik í ensku úrvalsdeildinni og segist fagna nýjum kafla í lífi sínu.
"Það er frábært að fá að byrja upp á nýtt hjá nýju liði í nýrri borg. Ég hef verið heppinn og hef unnið titla hjá öllum liðum þar sem ég hef verið og því verður gaman að reyna að endurtaka það hér," sagði Morientes.