Viðskipti innlent

Seðlar og ávísanir úr sögunni 2010?

Samkvæmt spá formanns írsku greiðslustofnunarinnar er markvisst unnið að því að kort og rafrænn greiðslumáti taki við frá og með 2010.
Samkvæmt spá formanns írsku greiðslustofnunarinnar er markvisst unnið að því að kort og rafrænn greiðslumáti taki við frá og með 2010.

Svo gæti farið að seðlar og ávísanir verði úreltur greiðslumáti eftir fjögur ár gangi spá Stewarts MacKinnons, formanns írsku greiðslustofnunarinnar, eftir. MacKinnon segir markvisst unnið að því að minnka notkun ávísana og seðla og sé horft til þess að kort og rafrænn greiðslumáti taki við frá og með 2010.

Í Vegvísi Landsbankans er vitnað til viðtals við MacKinnon í írska blaðinu Irish Examiner.

Þar segir að verkefnið sem taki á þessari umbreytingu nefnist Single European Payments Area en það stuðlar að myndun samstarfs 25 ESB-ríkja ásamt Sviss, Noregi, Lichtenstein og Íslandi. Allt að 8.000 bankar munu taka þátt í átakinu og telur MacKinnon að umskiptin verði jafnstórt skref og upptaka evrunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×