Sport

Við erum tilbúnir að deyja fyrir Frakkland

Luis Figo og Zinedine Zidane ræða saman eftir leik Frakklands og Portúgal í undanúrslitum HM.
Luis Figo og Zinedine Zidane ræða saman eftir leik Frakklands og Portúgal í undanúrslitum HM.

Zinedine Zidane, fyrirliði Frakka segir að leikmenn liðsins séu tilbúnir að deyja fyrir Frakkland til að vinna úrslitaleikinn á morgun gegn Ítölum á HM. Þessi hetja fótboltans er að spila sinn síðasta leik á ferlinum á morgun og ekkert nema sigur kemur til greina hjá honum.

"Ég hef horft yfir hópinn okkar og sé það að hver einn og einasti er tilbúinn að leggja allt sitt í sölurnar svo að við vinnum þennan leik á morgun, við myndum deyja fyrir Frakkland ef því væri að skipta. Margir höfðu ekki trú á okkur fyrir þetta mót en það hefur breyst og nú hafa þeir sem gagnrýndu okkur komið og sagt við okkur að við munum vinna þetta.

Ég átti magnaða upplifun fyrir 8 árum síðan er við unnum HM heima í Frakklandi. Ég skoraði tvisvar gegn Brasilíu en það sem skiptir máli er að við unnum. Ég er alveg á því að þetta lið mun gera það sama núna.

Það er skrýtið að hugsa um það að minn síðasti leikur er sjálfur úrslitaleikurinn á HM. Ég ætla að hætta sem fótboltamaður sem heimsmeistari það er alveg á hreinu," sagði Zidan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×