Fótbolti

Refsing Materazzi setur slæmt fordæmi

Materazzi fagnar marki á HM
Materazzi fagnar marki á HM

Giacinto Faccetti, forseti Inter Milan, telur að leikbannið og sektin sem Marco Materazzi leikmaður liðsins fékk fyrir að storka Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM, geti átt eftir að setja slæmt fordæmi í knattspyrnunni í nánustu framtíð og gæti orðið til þess að hleypa af stað aragrúa erfiðra klögunarmála.

"Mál á borð við þetta gætu átt eftir að skapa mjög vafasamt fordæmi og þetta gæti þýtt að mikið yrði að gera hjá aganefndum út um allar jarðir við að kalla leikmenn inn á teppi til sín endalaust, þar sem þráttað er um hver sagði hvað," sagði Faccetti, sem var afar ósáttur við leikbannið og sektina sem Materazzi fékk fyrir sinn hlut í atvikinu á úrslitaleiknum á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×