Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir 21. júlí 2006 19:00 Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira