
Fótbolti
Bayern með fullt hús stiga

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en í dag vann liðið 2-1 sigur á nýliðum Bochum í tilþrifalitlum leik með mörkum frá Philip Lahm og Roy Makaay. Þá vann Stuttgart 3-2 sigur á Bielefeld þrátt fyrir að missa tvo menn af velli með rautt spjald. Bayern, Nurnberg og Werder Bremen erum með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar.