Hefur mikla trú á Roy Keane sem stjóra 25. ágúst 2006 16:02 Sir Alex Ferguson hefur miklar mætur á fyrrum fyrirliða Manchester United og hefur fulla trú á honum sem knattspyrnustjóra NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. "Þessi tíðindi koma kannski öllu fyrr en ég átti von á," sagði Ferguson í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "En í knattspyrnuheiminum er það oft þannig að ef maður stekkur ekki á tækifærin strax, er óvíst að þau komi yfir höfuð. Roy gæti verið með það efst í huga ef hann ætlar sér að taka við Sunderland - það er ekki gott að vera lengi frá leiknum í einu og ég fékk þau skilaboð sjálfur þegar ég hætti að spila," sagði Ferguson og bætti við að sér litist nokkuð vel á Sunderland sem félag fyrir Keane. "Sunderland er stór klúbbur með merka sögu, góða stuðningsmenn og fínan völl, svo mér sýnist allt vera jákvætt við þetta. Það verður hinsvegar ekki auðvelt fyrir hann að gerast knattspyrnustjóri, því það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Það er ekki auðvelt að fá vinnu sem stjóri í dag og hlutirnir eru að breytast mikið. Leikmannamálin verða sí erfiðari, samningar, fjölmiðlar og annað slíkt er orðið tímafrekt," sagði Ferguson og skoraði á Keane að fá Brian Kidd sér til aðstoðar í starfinu ef hann tekur við Sunderland. "Keane þekkir Brian frá því þeir störfuðu saman hjá Manchester United og ég hugsa að flestir myndu reyna að fá sér aðstoðarmann sem þeir þekkja vel," sagði Ferguson. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. "Þessi tíðindi koma kannski öllu fyrr en ég átti von á," sagði Ferguson í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "En í knattspyrnuheiminum er það oft þannig að ef maður stekkur ekki á tækifærin strax, er óvíst að þau komi yfir höfuð. Roy gæti verið með það efst í huga ef hann ætlar sér að taka við Sunderland - það er ekki gott að vera lengi frá leiknum í einu og ég fékk þau skilaboð sjálfur þegar ég hætti að spila," sagði Ferguson og bætti við að sér litist nokkuð vel á Sunderland sem félag fyrir Keane. "Sunderland er stór klúbbur með merka sögu, góða stuðningsmenn og fínan völl, svo mér sýnist allt vera jákvætt við þetta. Það verður hinsvegar ekki auðvelt fyrir hann að gerast knattspyrnustjóri, því það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Það er ekki auðvelt að fá vinnu sem stjóri í dag og hlutirnir eru að breytast mikið. Leikmannamálin verða sí erfiðari, samningar, fjölmiðlar og annað slíkt er orðið tímafrekt," sagði Ferguson og skoraði á Keane að fá Brian Kidd sér til aðstoðar í starfinu ef hann tekur við Sunderland. "Keane þekkir Brian frá því þeir störfuðu saman hjá Manchester United og ég hugsa að flestir myndu reyna að fá sér aðstoðarmann sem þeir þekkja vel," sagði Ferguson.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki Sjá meira