Innlent

Gráösp valin tré ársins

Skógræktarfélag Íslands útnefndi í dag tré ársins.

Tré ársins er Gráösp sem stendur við Austurgötu 12 í í Hafnarfirði. Gráöspin er sjaldgæf trjátegund á Íslandi og er vitað um einungis fimm tré af sömu tegund á landinu.

Öspin sem er rúmlega 11 metrar á hæð er falleg og tignarleg þó að hún sé eilítið farin að styðja sig við veggin sem umlykur garðinn. Ekki er það nema von þar sem hún er orðin 84 ára gömul, en hún er frá því árið 1922 og er talin vera sú elsta sinnar tegundar hér á landi.

Talið er að öspin hafi verið flutt til landsins árið 1922 frá Danmörku og að það sé eina sendingin sem hafi komið af þessari tegund og því eru tréin jafn fá og raun ber vitni.

Skógræktarfélag Íslands hefur veitt viðurkenningu fyrir tré ársins frá því árið 1998 og í ár tók Birna Loftsdóttir við viðurkenningunni frá Magnúsi Jóhannessyni, formanni Skógræktarfélags Íslands, fyrir hönd eignarfélagsins sem á garðinn. Manús segir viðurkenningarnar vera veittar til að vekja athygli landsmanna á skógrækt.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×