Við verðum að stöðva Eið Smára 31. ágúst 2006 17:44 Eiður Smári Guðjohnsen NordicPhotos/GettyImages David Healy, leikmaður Leeds og norður-írska landsliðsins, segir það algjört lykilatriði fyrir sína menn að halda aftur af Eiði Smára Guðjohnsen á laugardaginn þegar Íslendingar sækja Norður-Íra heim í fyrsta leik sínum í undankeppni EM. Í grein í Belfast Telegraph í dag kemur fram að Eiður Smári muni setja stefnuna á að feta í fótspor David Healy, þar sem hann freisti þess að verða markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Healy hefur skorað 20 mörk í 50 landsleikjum fyrir Norður-Íra, en Eiður Smári hefur skorað 16 mörk í 40 landsleikjum fyrir Íslands hönd og vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Ríkarðs Jónssonar. "Ég er viss um að Eiður setur stefnuna á að ná markametinu gegn okkur. Það er honum eflaust jafn mikilvægt að verða markahæsti leikmaður Íslendinga eins og það var fyrir mér að verða markahæsti leikmaður Norður-Írlands. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að hann slái markametið gegn okkur. Eiður er frábær leikmaður og þegar hann kom til Englands fyrst, voru allir að tala um hversu efnilegur hann væri og það kom mér ekkert á óvart þegar hann gekk í raðir Chelsea. Þar vann hann nánast allt sem hægt er að vinna í Englandi og nú er hann kominn til Barcelona, þar sem ég efast ekki um að hann eigi eftir að gera frábæra hluti. Hann er mjög hættulegur leikmaður. Hann er sterkur í loftinu og leikinn með knöttinn, en ég veit að varnarmenn okkar geta ekki beðið eftir að reyna sig gegn honum," sagði Healy. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira
David Healy, leikmaður Leeds og norður-írska landsliðsins, segir það algjört lykilatriði fyrir sína menn að halda aftur af Eiði Smára Guðjohnsen á laugardaginn þegar Íslendingar sækja Norður-Íra heim í fyrsta leik sínum í undankeppni EM. Í grein í Belfast Telegraph í dag kemur fram að Eiður Smári muni setja stefnuna á að feta í fótspor David Healy, þar sem hann freisti þess að verða markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Healy hefur skorað 20 mörk í 50 landsleikjum fyrir Norður-Íra, en Eiður Smári hefur skorað 16 mörk í 40 landsleikjum fyrir Íslands hönd og vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Ríkarðs Jónssonar. "Ég er viss um að Eiður setur stefnuna á að ná markametinu gegn okkur. Það er honum eflaust jafn mikilvægt að verða markahæsti leikmaður Íslendinga eins og það var fyrir mér að verða markahæsti leikmaður Norður-Írlands. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að hann slái markametið gegn okkur. Eiður er frábær leikmaður og þegar hann kom til Englands fyrst, voru allir að tala um hversu efnilegur hann væri og það kom mér ekkert á óvart þegar hann gekk í raðir Chelsea. Þar vann hann nánast allt sem hægt er að vinna í Englandi og nú er hann kominn til Barcelona, þar sem ég efast ekki um að hann eigi eftir að gera frábæra hluti. Hann er mjög hættulegur leikmaður. Hann er sterkur í loftinu og leikinn með knöttinn, en ég veit að varnarmenn okkar geta ekki beðið eftir að reyna sig gegn honum," sagði Healy.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira