Haukar unnu grannaslaginn
![Haukastúlkur eru á toppnum í DHL deild kvenna](https://www.visir.is/i/85029DC391E32CB5B7A063D8296EAAF8C0D0F8B88F0664EB48BA938F3757B1AC_713x0.jpg)
Fjórir leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH nokkuð örugglega í Kaplakrika 29-22, Stjarnan valtaði yfir HK 39-21, Grótta lagði Fram á útivelli 26-23 og loks vann ÍBV góðan sigur á Val í Eyjum 30-26.