Sport

Auðunn Jónsson hlutskarpastur

Auðunn "Verndari" Jónsson átti mesta afrekið á Fógetamótinu í dag
Auðunn "Verndari" Jónsson átti mesta afrekið á Fógetamótinu í dag Mynd/Vilhelm

Kópavogströllið Auðunn Jónsson varð stigahæsti keppandinn á Fógetamótinu svokallaða sem haldið var í húsakynnum B&L í dag, en þar var keppt í bekkpressu til minningar um Ólaf Sigurgeirsson, fyrrum formann Kraftlyftingasambands Íslands.

Léttleikinn var í fyrirrúmi á mótinu þar sem fjöldi manna kom saman og vottaði Ólafi heitnum virðingu sína. Fjöldi Íslandsmeta féll á mótinu í dag, en þar var keppt án alls aukabúnaðar og mótið því kallað "kjötmót"

Auðunn Jónsson var eins og áður sagði stigahæsti maður mótsins en hann tók mest 230,5 kíló sem er Íslandsmet. Nánar er hægt að lesa um mótið á vefsíðunni Kraftaheimar á slóðinni http://php.internet.is/kraftaheimar/




Fleiri fréttir

Sjá meira


×