Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs 2. október 2006 17:45 Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira