Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða 18. október 2006 13:15 Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Óhætt er að segja að fréttirnar um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik hafi borist um heiminn eins og eldur í sinu. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú undir hádegi höfðu ríflega 250 blaðagreinar birst um málið um allan heim. Þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Breska ríkisútvarpið var einna fyrst til að fjalla um málið, þar var afstaða íslenskra stjórnvalda skýrð en jafnframt bent á að markaðir væru af skornum skammti. Breska blaðið Independent, sem er þekkt fyrir áherslu á umhverfisvernd, bendir á að fæstir Íslendingar borði hvalkjöt og á vefsíðu Grænfriðunga í landinu er staðhæft að ákvörðunin sé efnahagslegt feigðarflan. Þýska blaðið Die Welt hnykkir á að Íslendingar séu að ganga gegn banni alþjóðahvalveiðiráðsins og í Washington Post er tekið í svipaðan streng. Hörðustu viðbrögðin koma hins vegar frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og segja að þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Alger einangrun Íslendinga á alþjóðavettvangi virðist þó ekki raunin. Jákvæður tónn er í grein danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni. Erlent Fréttir Hvalveiðar Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Óhætt er að segja að fréttirnar um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik hafi borist um heiminn eins og eldur í sinu. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú undir hádegi höfðu ríflega 250 blaðagreinar birst um málið um allan heim. Þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Breska ríkisútvarpið var einna fyrst til að fjalla um málið, þar var afstaða íslenskra stjórnvalda skýrð en jafnframt bent á að markaðir væru af skornum skammti. Breska blaðið Independent, sem er þekkt fyrir áherslu á umhverfisvernd, bendir á að fæstir Íslendingar borði hvalkjöt og á vefsíðu Grænfriðunga í landinu er staðhæft að ákvörðunin sé efnahagslegt feigðarflan. Þýska blaðið Die Welt hnykkir á að Íslendingar séu að ganga gegn banni alþjóðahvalveiðiráðsins og í Washington Post er tekið í svipaðan streng. Hörðustu viðbrögðin koma hins vegar frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og segja að þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Alger einangrun Íslendinga á alþjóðavettvangi virðist þó ekki raunin. Jákvæður tónn er í grein danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni.
Erlent Fréttir Hvalveiðar Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira