Mannfallstölur fást ekki lengur frá íraska heilbrigðisráðuneytinu 20. október 2006 21:53 Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks (tv.), og herskái sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr eftir fund þeirra í Najaf fyrr í vikunni. MYND/AP Íraska heilbrigðisráðuneytið mun ekki lengur veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um mannfall meðal almennra borgara í Írak. Þar með fá samtökin ekki lengur mikilvægar upplýsingar sem gera þeim mögulegt að leggja mat á hversu alvarleg áhrif átök í landinu hafi á almenna borgara. Upplýsingar um mannfall munu framvegis koma frá skrifstofu forstætisráðherra Íraks og telja fulltrúar SÞ það bjóða þeirri hættu heim að upplýsingagjöf um mannfall verði of lituð af hagsmunum ráðamanna í landinu og því mjög pólitísk. Ashraf Qazi, sem fer fyrir hjálparstarfi SÞ í Írak, sendi skeyti til höfuðstöðvanna í New York þar sem sagði að fulltrúar frá skrifstofu Nuris al-Malikis, forsætisráðherra, hefðu bannað heilbrigðisráðuneytinu að veita þessar upplýsingar. Stephane Dujarric, talsmaður SÞ, vildi ekki tjá sig um innihald skeytisins, sem lekið var í bandaríska blaðið Washington Post. Hann lagði þó áherslu á að samtökin hefðu haft gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið. Dujarric sagðist vona að svo yrði áfram og að málið yrði rætt við ráðamenn í Írak. Erfiðlega hefur gengið fyrir fulltrúa SÞ að verða sér úti um áreiðanlegar upplýsingar um mannfall í Írak. Helst hefðu tölur fengist frá heilbriðgisráðuneytinu og frá líkhúsinu í Bagdad. Fyrr í þessum mánuði var starfsmönnum líkhússins bannað að veita slíkar upplýsingar. Stjórnendur Bandaríkjahers segjast drag tölur frá heilbrigðisráðuneytinu í efa þar sem því sé stjórnað af stuðningsmönnum herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadr. Samkvæmt nýjustu upplýsingum SÞ hafa 6.599 almennir íraskir borgarar fallið í átökum í júlí og ágúst, 700 fleiri en tvo mánuði þar á undan. Erlent Fréttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Íraska heilbrigðisráðuneytið mun ekki lengur veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um mannfall meðal almennra borgara í Írak. Þar með fá samtökin ekki lengur mikilvægar upplýsingar sem gera þeim mögulegt að leggja mat á hversu alvarleg áhrif átök í landinu hafi á almenna borgara. Upplýsingar um mannfall munu framvegis koma frá skrifstofu forstætisráðherra Íraks og telja fulltrúar SÞ það bjóða þeirri hættu heim að upplýsingagjöf um mannfall verði of lituð af hagsmunum ráðamanna í landinu og því mjög pólitísk. Ashraf Qazi, sem fer fyrir hjálparstarfi SÞ í Írak, sendi skeyti til höfuðstöðvanna í New York þar sem sagði að fulltrúar frá skrifstofu Nuris al-Malikis, forsætisráðherra, hefðu bannað heilbrigðisráðuneytinu að veita þessar upplýsingar. Stephane Dujarric, talsmaður SÞ, vildi ekki tjá sig um innihald skeytisins, sem lekið var í bandaríska blaðið Washington Post. Hann lagði þó áherslu á að samtökin hefðu haft gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið. Dujarric sagðist vona að svo yrði áfram og að málið yrði rætt við ráðamenn í Írak. Erfiðlega hefur gengið fyrir fulltrúa SÞ að verða sér úti um áreiðanlegar upplýsingar um mannfall í Írak. Helst hefðu tölur fengist frá heilbriðgisráðuneytinu og frá líkhúsinu í Bagdad. Fyrr í þessum mánuði var starfsmönnum líkhússins bannað að veita slíkar upplýsingar. Stjórnendur Bandaríkjahers segjast drag tölur frá heilbrigðisráðuneytinu í efa þar sem því sé stjórnað af stuðningsmönnum herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadr. Samkvæmt nýjustu upplýsingum SÞ hafa 6.599 almennir íraskir borgarar fallið í átökum í júlí og ágúst, 700 fleiri en tvo mánuði þar á undan.
Erlent Fréttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira