Frú Forseti? 23. október 2006 10:17 Allar líkur eru á að Nancy Pelosi, 66 ára amma frá San Francisco, fái nafn sitt ritað í sögubækurnar sem fyrsta konan til að gegna embætti forseta fulltrúadeildarinnar verði niðurstaða þingkosninganna í Bandaríkjunum í samræmi við skoðanakannanir. Þetta er afar valdamikil staða, sér í lagi þegar um er að ræða flokk í stjórnarandstöðu, og sást það vel á því hvernig Newt Gingrich leiddi andstöðuna gegn Clinton á sínum tíma. Pelosi hefur þegar gefið til kynna við hverju kjósendur megi búast á þinginu undir hennar stjórn. Stjórnmálin í blóð borinNancy Pelosi hefur verið þátttakandi í pólítík frá unga aldri þrátt fyrir að hún hafi beðið með að bjóða sig fram þar til börnin hennar fimm voru komin vel á legg. Pabbi hennar var borgarstjóri Baltimore nánast alla hennar barnæsku og hún sjálf í fremstu röð demókrata í Kaliforníu frá því hún flutti þangað eftir háskólanám. Pelosi var formaður flokksins í Norður-Kaliforníu og sat í landsstjórninni lengi vel. Fáir eru jafn duglegir að safna fé til flokksins og eru henni þökkuð aukin framlög um eitt hundrað milljónir dollara á þeim fjórum árum sem hún hefur verið leiðtogi minnihlutans. Það jafngildir hátt í sjö milljörðum króna. Hún er hins vegar alls ekki óumdeild. Kjósendur hennar eru meðal þeirra frjálslyndustu í Bandaríkjunum og atkvæði hennar á þinginu endurspegla það. Því hefur afstaða hennar í ýmsum afgerandi málum sér í lagi farið fyrir brjóstið á íhaldssamari þingmönnum. Pelosi hefur ekki þótt koma vel út í sjónvarpi þar sem hún þykir hafa vélræn tilsvör og litla útgeislun. Þessi annars brosmilda kona sem þekkt er fyrir endalausar birgðar af súkkulaði þykir sérlega hörð í horn að taka og með eindæmum langrækin. Gagnrýnendur hennar saka hana um að einblína um of á óvini sína á kostnað framþróunar. Engu að síður er talið nánast útilokað annað en að hún verði endurkjörin til að leiða flokkinn, annað væri einhvers konar valdabylting sem ekki er í sjónmáli á þessar i stundu. Ljóst hver verða fyrstu verkinNancy Pelosi hefur þegar gefið upp hver hennar fyrstu verk verða nái demókratar meirihluta. Samkvæmt National Journal hefur hún lýst því yfir að innan eitt hundrað klukkustunda frá því að nýtt þing taki til starfa 3. janúar verði demókratar búnir að samþykkja ný lög um hækkun lágmarkslauna, fyrirskipa viðræður um lækkun á lyfjakostnaði almannatrygginga, lögleiða allar ábendingar rannsóknarnefndar um 11. september og hækka skatta stóru olíufélaganna. Önnur mál sem demókratar munu taka upp eru til að mynda lækkun vaxta á námslánum og að binda í lög markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Pelosi hefur einnig lýst því yfir að takist flokknum að auka aftur skatta á hátekjufólk muni ávinningurinn verða nýttur til að draga úr skuldastöðu ríkisins, ekki komi til greina að auka útgjöld ríkissjóðs. Þessi yfirlýsing kemur ekki alveg heim og saman við langþráða drauma margra samflokksmanna hennar um að nýta að minnsta kosti hluta af þessum auknu tekjum í ýmis verkefni innanlands. Stærð meirihlutans skiptir máliHversu vel demókrötum tekst að ná markmiðum sínum fram veltur að miklu leyti á stærð meirihlutans. Agaleysi hefur lengi einkennt þingflokkinn í atkvæðagreiðslum og verður erfiðara að koma málum í gegnum þingið eftir því sem minna svigrúm er fyrir þingmenn að sýna sjálfsstæði sitt. Stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar bæti við sig átján til tuttugu og fimm sætum sem þýðir að þeir verði með þriggja til tíu þingmanna meirihluta. Það gæti reynst erfitt fyrir Pelosi að halda hópnum saman til að ná málum í gegn. Reyndar hefur hún ágæta reynslu í því og hafa demókratar ekki lengi sýnt jafn mikla samstöðu og á síðasta þingi þegar þeir greiddu atkvæði á sama veg í 88% tilvika. Mögulega verður annað uppi á teningnum komist flokkurinn í valdastöðu en ljóst er að margir þingmenn hafa afar ólíkar skoðanir á ýmsum lykilmálum eins og hvað skuli gera í Írak. Bush enn í Hvíta húsinuHafa ber í huga að þótt demókratar nái völdum í fulltrúadeildinni verður öldungadeildin að líkindum enn undir stjórn Repúblikana og Bush auðvitað enn forseti. Ekki verður því nóg að halda aga innan þingflokksins til að standa við kosningaloforð. Nancy Pelosi sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en að vinna með pólitískum andstæðingum sínum lofar að gera það verði niðurstaða kosninganna demókrötum í vil. Í viðtali við The Wall Street Journal segist hún líta á þennan titil sem forseta þingsins en ekki forseta demókrata. Stóra spurningin er hins vegar hversu viljugir demókratar verða til að vinna málum sínum framgang með málamiðlunum eða hvort þeir falla í þá freistni að verja næstu tveimur árum í að gera ríkisstjórn Bush lífið leitt í von um að það skili sér í atkvæðakassann í forsetakosningunum 2008. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Allar líkur eru á að Nancy Pelosi, 66 ára amma frá San Francisco, fái nafn sitt ritað í sögubækurnar sem fyrsta konan til að gegna embætti forseta fulltrúadeildarinnar verði niðurstaða þingkosninganna í Bandaríkjunum í samræmi við skoðanakannanir. Þetta er afar valdamikil staða, sér í lagi þegar um er að ræða flokk í stjórnarandstöðu, og sást það vel á því hvernig Newt Gingrich leiddi andstöðuna gegn Clinton á sínum tíma. Pelosi hefur þegar gefið til kynna við hverju kjósendur megi búast á þinginu undir hennar stjórn. Stjórnmálin í blóð borinNancy Pelosi hefur verið þátttakandi í pólítík frá unga aldri þrátt fyrir að hún hafi beðið með að bjóða sig fram þar til börnin hennar fimm voru komin vel á legg. Pabbi hennar var borgarstjóri Baltimore nánast alla hennar barnæsku og hún sjálf í fremstu röð demókrata í Kaliforníu frá því hún flutti þangað eftir háskólanám. Pelosi var formaður flokksins í Norður-Kaliforníu og sat í landsstjórninni lengi vel. Fáir eru jafn duglegir að safna fé til flokksins og eru henni þökkuð aukin framlög um eitt hundrað milljónir dollara á þeim fjórum árum sem hún hefur verið leiðtogi minnihlutans. Það jafngildir hátt í sjö milljörðum króna. Hún er hins vegar alls ekki óumdeild. Kjósendur hennar eru meðal þeirra frjálslyndustu í Bandaríkjunum og atkvæði hennar á þinginu endurspegla það. Því hefur afstaða hennar í ýmsum afgerandi málum sér í lagi farið fyrir brjóstið á íhaldssamari þingmönnum. Pelosi hefur ekki þótt koma vel út í sjónvarpi þar sem hún þykir hafa vélræn tilsvör og litla útgeislun. Þessi annars brosmilda kona sem þekkt er fyrir endalausar birgðar af súkkulaði þykir sérlega hörð í horn að taka og með eindæmum langrækin. Gagnrýnendur hennar saka hana um að einblína um of á óvini sína á kostnað framþróunar. Engu að síður er talið nánast útilokað annað en að hún verði endurkjörin til að leiða flokkinn, annað væri einhvers konar valdabylting sem ekki er í sjónmáli á þessar i stundu. Ljóst hver verða fyrstu verkinNancy Pelosi hefur þegar gefið upp hver hennar fyrstu verk verða nái demókratar meirihluta. Samkvæmt National Journal hefur hún lýst því yfir að innan eitt hundrað klukkustunda frá því að nýtt þing taki til starfa 3. janúar verði demókratar búnir að samþykkja ný lög um hækkun lágmarkslauna, fyrirskipa viðræður um lækkun á lyfjakostnaði almannatrygginga, lögleiða allar ábendingar rannsóknarnefndar um 11. september og hækka skatta stóru olíufélaganna. Önnur mál sem demókratar munu taka upp eru til að mynda lækkun vaxta á námslánum og að binda í lög markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Pelosi hefur einnig lýst því yfir að takist flokknum að auka aftur skatta á hátekjufólk muni ávinningurinn verða nýttur til að draga úr skuldastöðu ríkisins, ekki komi til greina að auka útgjöld ríkissjóðs. Þessi yfirlýsing kemur ekki alveg heim og saman við langþráða drauma margra samflokksmanna hennar um að nýta að minnsta kosti hluta af þessum auknu tekjum í ýmis verkefni innanlands. Stærð meirihlutans skiptir máliHversu vel demókrötum tekst að ná markmiðum sínum fram veltur að miklu leyti á stærð meirihlutans. Agaleysi hefur lengi einkennt þingflokkinn í atkvæðagreiðslum og verður erfiðara að koma málum í gegnum þingið eftir því sem minna svigrúm er fyrir þingmenn að sýna sjálfsstæði sitt. Stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar bæti við sig átján til tuttugu og fimm sætum sem þýðir að þeir verði með þriggja til tíu þingmanna meirihluta. Það gæti reynst erfitt fyrir Pelosi að halda hópnum saman til að ná málum í gegn. Reyndar hefur hún ágæta reynslu í því og hafa demókratar ekki lengi sýnt jafn mikla samstöðu og á síðasta þingi þegar þeir greiddu atkvæði á sama veg í 88% tilvika. Mögulega verður annað uppi á teningnum komist flokkurinn í valdastöðu en ljóst er að margir þingmenn hafa afar ólíkar skoðanir á ýmsum lykilmálum eins og hvað skuli gera í Írak. Bush enn í Hvíta húsinuHafa ber í huga að þótt demókratar nái völdum í fulltrúadeildinni verður öldungadeildin að líkindum enn undir stjórn Repúblikana og Bush auðvitað enn forseti. Ekki verður því nóg að halda aga innan þingflokksins til að standa við kosningaloforð. Nancy Pelosi sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en að vinna með pólitískum andstæðingum sínum lofar að gera það verði niðurstaða kosninganna demókrötum í vil. Í viðtali við The Wall Street Journal segist hún líta á þennan titil sem forseta þingsins en ekki forseta demókrata. Stóra spurningin er hins vegar hversu viljugir demókratar verða til að vinna málum sínum framgang með málamiðlunum eða hvort þeir falla í þá freistni að verja næstu tveimur árum í að gera ríkisstjórn Bush lífið leitt í von um að það skili sér í atkvæðakassann í forsetakosningunum 2008.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira