Spá minni hagnaði hjá Actavis 23. október 2006 14:31 Höfuðstöðvar Pliva í Zagreb í Króatíu. Actavis tilkynnti eftir lokun markaðar á föstudag að ákveðið hefði verið að gjaldfæra að fullu kostnað tengdan yfirtökuferlinu á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva. Greiningardeild Glitnis segir fjárhagsleg áhrif yfirtökuferlisins mun neikvæðari en búist hafði verið við og spáir því að hagnaður Actavis lækki úr 23,2 milljónum evra eða um 2 milljörðum króna í 3,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 227 milljóna króna, á þriðja fjórðungi ársins. Greiningardeildin segir Actavis hafa dregið sig úr yfirtökuferlinu fyrir skömmu því ekki þótti réttlætanlegt að greiða hærra verð fyrir Pliva en Actavis hafði boðið í samkeppni við bandaríska lyfjafyrirtækið. Actavis seldi því Barr allt hlutafé sitt í Pliva á yfirtökuverðinu 820 kúnur á hlut . Deildin segir ljóst að kostnaður félagsins umfram hagnað af sölu bréfanna í Pliva til Barr nemur 25 milljónum evra, 2,2 milljörðum króna, og leiði það til þess að deildin spáir minni hagnaði á fjórðungnum en áður. Þá segir greiningardeild Glitnis ennfremur að vonir hafi staðið til að Actavis myndi hagnast verulega á eignarhlut sínum í Pliva eftir því sem að Barr hækkaði tilboðsverð sitt. Yfirtökuferlið var þó sérlega flókið og kostnaðarsamt og höfðu stjórnendur Actavis bent sérstaklega á það. Nægir þar að nefna ítarlega áreiðanleikakönnun, kostnað vegna bankatryggingar og umsóknarferli til samkeppnisyfirvalda í 14 löndum. „Úr því sem komið var þótti stjórnendum Actavis betra að sætta sig við kostnaðinn og draga sig út úr yfirtökuferlinu en að yfirbjóða Barr enn einu sinni. Kostnaðurinn upp á 2,2 milljarða krónur er ágætis áminning til fjárfesta að ekki er allt gull sem glóir þegar útrás og yfirtökur eru annars vegar," segir greiningardeild Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Actavis tilkynnti eftir lokun markaðar á föstudag að ákveðið hefði verið að gjaldfæra að fullu kostnað tengdan yfirtökuferlinu á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva. Greiningardeild Glitnis segir fjárhagsleg áhrif yfirtökuferlisins mun neikvæðari en búist hafði verið við og spáir því að hagnaður Actavis lækki úr 23,2 milljónum evra eða um 2 milljörðum króna í 3,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 227 milljóna króna, á þriðja fjórðungi ársins. Greiningardeildin segir Actavis hafa dregið sig úr yfirtökuferlinu fyrir skömmu því ekki þótti réttlætanlegt að greiða hærra verð fyrir Pliva en Actavis hafði boðið í samkeppni við bandaríska lyfjafyrirtækið. Actavis seldi því Barr allt hlutafé sitt í Pliva á yfirtökuverðinu 820 kúnur á hlut . Deildin segir ljóst að kostnaður félagsins umfram hagnað af sölu bréfanna í Pliva til Barr nemur 25 milljónum evra, 2,2 milljörðum króna, og leiði það til þess að deildin spáir minni hagnaði á fjórðungnum en áður. Þá segir greiningardeild Glitnis ennfremur að vonir hafi staðið til að Actavis myndi hagnast verulega á eignarhlut sínum í Pliva eftir því sem að Barr hækkaði tilboðsverð sitt. Yfirtökuferlið var þó sérlega flókið og kostnaðarsamt og höfðu stjórnendur Actavis bent sérstaklega á það. Nægir þar að nefna ítarlega áreiðanleikakönnun, kostnað vegna bankatryggingar og umsóknarferli til samkeppnisyfirvalda í 14 löndum. „Úr því sem komið var þótti stjórnendum Actavis betra að sætta sig við kostnaðinn og draga sig út úr yfirtökuferlinu en að yfirbjóða Barr enn einu sinni. Kostnaðurinn upp á 2,2 milljarða krónur er ágætis áminning til fjárfesta að ekki er allt gull sem glóir þegar útrás og yfirtökur eru annars vegar," segir greiningardeild Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira