Fresta því að skerða lífeyri öryrkja 23. október 2006 17:07 MYND/Valgarður Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.Fram kemur í tilkynningu frá Greiðslustofu lífeyrissjóða að ástæðan sé sú að í ljós hafi komið að sá frestur sem veittur var bótaþegum til þess að skila inn viðhlítandi gögnum hafi ekki reynst nægjanlegur í sumum tilvikum. Til þess að koma til móts við bótaþegana hafi verið ákveðið að gefa lengri frest til að skila inn gögnum. Um 2300 örykjar eiga yfir höfði sér að greiðslur þeirra verði annaðhvort skertar eða felldar niður vegna of mikilla tekna annars staðar.„Örorkulífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um niðurfellingu eða lækkun örorkulífeyris munu því njóta óskerts örorkulífeyris frá viðkomandi lífeyrissjóðum í þrjá mánuði til viðbótar, þannig að síðasta greiðsla verði um næstu áramót. Mikilvægt er að árétta að samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna stofnast því aðeins réttur til örorkulífeyris að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjutapi af völdum örorkunnar. Við samanburð á tekjum örorkulífeyrisþega fyrir og eftir orkutap hefur komið í ljós að margir örorkulífeyrisþegar eru með hærri tekjur nú en þeir höfðu fyrir orkutap. Skiptir þá ekki máli hvort notuð er vísitala neysluverðs eða launavístala til að bera saman þróun þeirra tekna sem hafðar eru til viðmiðunar eins og sumir hafa haldið fram í umræðu liðinna vikna. Fram hjá þessum staðreyndum geta lífeyrissjóðirnir ekki horft því það er andstætt samþykktum þeirra að greiða örorkulífeyri ef sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjutapi vegna örorkunnar. Gildir þá einu hvort tekjurnar verða til vegna launaðra starfa eða sem greiðslur frá Tryggingastofnun. Ef ekki væri gripið til viðeigandi ráðstafana væru lífeyrissjóðirnir að bregðast skyldum sínum gagnvart öðrum sjóðfélögum, sem þyrftu að sæta lægri lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Á liðnum árum hafa greiðslur lífeyrissjóðanna til öryrkja aukist langt umfram áætlanir tryggingafræðinga sjóðanna. Hjá nokkrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði nemur örorkulífeyrir um og yfir 40% af heildarlífeyrisgreiðslum. Það er ótvíræð skylda stjórnenda sjóðanna að bregðast við með þeim hætti sem samþykktir lífeyrissjóðanna kveða á um," segir í tilkynningu Greiðslustofu lífeyrissjóða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir vilja verða oddviti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.Fram kemur í tilkynningu frá Greiðslustofu lífeyrissjóða að ástæðan sé sú að í ljós hafi komið að sá frestur sem veittur var bótaþegum til þess að skila inn viðhlítandi gögnum hafi ekki reynst nægjanlegur í sumum tilvikum. Til þess að koma til móts við bótaþegana hafi verið ákveðið að gefa lengri frest til að skila inn gögnum. Um 2300 örykjar eiga yfir höfði sér að greiðslur þeirra verði annaðhvort skertar eða felldar niður vegna of mikilla tekna annars staðar.„Örorkulífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um niðurfellingu eða lækkun örorkulífeyris munu því njóta óskerts örorkulífeyris frá viðkomandi lífeyrissjóðum í þrjá mánuði til viðbótar, þannig að síðasta greiðsla verði um næstu áramót. Mikilvægt er að árétta að samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna stofnast því aðeins réttur til örorkulífeyris að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjutapi af völdum örorkunnar. Við samanburð á tekjum örorkulífeyrisþega fyrir og eftir orkutap hefur komið í ljós að margir örorkulífeyrisþegar eru með hærri tekjur nú en þeir höfðu fyrir orkutap. Skiptir þá ekki máli hvort notuð er vísitala neysluverðs eða launavístala til að bera saman þróun þeirra tekna sem hafðar eru til viðmiðunar eins og sumir hafa haldið fram í umræðu liðinna vikna. Fram hjá þessum staðreyndum geta lífeyrissjóðirnir ekki horft því það er andstætt samþykktum þeirra að greiða örorkulífeyri ef sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjutapi vegna örorkunnar. Gildir þá einu hvort tekjurnar verða til vegna launaðra starfa eða sem greiðslur frá Tryggingastofnun. Ef ekki væri gripið til viðeigandi ráðstafana væru lífeyrissjóðirnir að bregðast skyldum sínum gagnvart öðrum sjóðfélögum, sem þyrftu að sæta lægri lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Á liðnum árum hafa greiðslur lífeyrissjóðanna til öryrkja aukist langt umfram áætlanir tryggingafræðinga sjóðanna. Hjá nokkrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði nemur örorkulífeyrir um og yfir 40% af heildarlífeyrisgreiðslum. Það er ótvíræð skylda stjórnenda sjóðanna að bregðast við með þeim hætti sem samþykktir lífeyrissjóðanna kveða á um," segir í tilkynningu Greiðslustofu lífeyrissjóða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir vilja verða oddviti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira