Vilja Sementsverksmiðjuna í burt 23. október 2006 22:20 Sementsverksmiðjan á Akranesi. MYND/H.Kr. Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira