Erlendir ríkisborgar fylla þriðjung nýrra starfa 24. október 2006 10:24 Erlendir ríkisborgarar hafa fyllt um þriðjung þeirra um það bil níu þúsund starfa sem orðið hafa til á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Til samanburðar urðu til ellefu þúsund ný störf í síðustu uppsveiflu og þá fylltu erlendir ríkisborgarar um fjórðung þeirra. Þetta kemur fram haustsskýrslu Þjóðarbúskaparins sem fjármálaráðuneytið gefur út. Þar kemur einnig fram að hlutfall erlendra ríkisborgara af starfandi fólki í landinu hefur aukist úr rúmum tveimur prósentum árið 1998 í fimm og hálft prósent í fyrra, sem sagt um það bil tvöfaldast á sjö árum. Jafnframt hefur erlendum ríkisborgurum að störfum fjölgað úr 3.400 í níu þúsund á tímabilinu. Segir á vef fjármálaráðuneytisins að allan þennan tíma hafi megináhrifavaldur aðflutningsins verið eftirspurn íslenskra atvinnurekenda eftir vinnuafli og því hefur atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara á starfsaldri verið há. Tölur fjármálaráðuneytisins leiða einnig í ljós að erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mest í mannvirkjagerð, en þar skipa þeir yfir 40 prósent af nýjum störfum. Hlutfall erlendra starfsmanna er litlu lægra í vexti starfa í hótel- og veitingaþjónustu. Í fiskveiðum, fiskvinnslu og öðrum iðnaði hefur starfsmönnum fækkað samtals um tæplega 6.000 á tímabilinu en þrátt fyrir það fjölgaði erlendum starfsmönnum í þessum greinum um rúmlega þúsund. Í heilbrigðis- og félagsþjónustu, þar sem störfum hefur fjölgað um 5.000, var tíundi hver nýr starfsmaður erlendur. Minnst hefur erlendum starfsmönnum hins vegar fjölgað í fjármálaþjónustu og fræðslustarfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar hafa fyllt um þriðjung þeirra um það bil níu þúsund starfa sem orðið hafa til á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Til samanburðar urðu til ellefu þúsund ný störf í síðustu uppsveiflu og þá fylltu erlendir ríkisborgarar um fjórðung þeirra. Þetta kemur fram haustsskýrslu Þjóðarbúskaparins sem fjármálaráðuneytið gefur út. Þar kemur einnig fram að hlutfall erlendra ríkisborgara af starfandi fólki í landinu hefur aukist úr rúmum tveimur prósentum árið 1998 í fimm og hálft prósent í fyrra, sem sagt um það bil tvöfaldast á sjö árum. Jafnframt hefur erlendum ríkisborgurum að störfum fjölgað úr 3.400 í níu þúsund á tímabilinu. Segir á vef fjármálaráðuneytisins að allan þennan tíma hafi megináhrifavaldur aðflutningsins verið eftirspurn íslenskra atvinnurekenda eftir vinnuafli og því hefur atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara á starfsaldri verið há. Tölur fjármálaráðuneytisins leiða einnig í ljós að erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mest í mannvirkjagerð, en þar skipa þeir yfir 40 prósent af nýjum störfum. Hlutfall erlendra starfsmanna er litlu lægra í vexti starfa í hótel- og veitingaþjónustu. Í fiskveiðum, fiskvinnslu og öðrum iðnaði hefur starfsmönnum fækkað samtals um tæplega 6.000 á tímabilinu en þrátt fyrir það fjölgaði erlendum starfsmönnum í þessum greinum um rúmlega þúsund. Í heilbrigðis- og félagsþjónustu, þar sem störfum hefur fjölgað um 5.000, var tíundi hver nýr starfsmaður erlendur. Minnst hefur erlendum starfsmönnum hins vegar fjölgað í fjármálaþjónustu og fræðslustarfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira